Mikill hafís norður af landinu

Heilmikil hafísmyndun hefur átt sér stað fyrir norðan land og ísinn færist hratt austur. Í morgun var jaðarinn 28 sjómílur norður af Horni, og náði austur á 21°V Það er líklegt að ísinn færist austar og nær landi næstu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjallafræði- og náttúrvárhóps Háskóla Íslands. Hér að ofan má sjá haf­ís­inn á SENT­INEL-1 rat­sjár­mynd frá Evr­ópsku geim­ferðastofn­un­inni. Með fylg­ir viðvör­un um að gervi­tungla­mynd­ir geti ekki greint all­an haf­ís og að aðstæður geti breyst hratt. Ef vel er gáð má sjá ótal skip að veiðum rétt sunnan við ísjaðarinn, sem litla hvíta punkta.

smari@bb.is

DEILA