
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla, hélt skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur fyrir nemendur um feminisma og kynjafræði á sal Menntaskólans á Ísafirði í síðustu viku. Hún hélt síðan námskeið fyrir starfsfólk skólans um þessi sömu fræði síðar um daginn.
Fjallað var um jafnréttishugtakið út frá víðu sjónarhorni þ.á.m. valdamisvægi á milli hópa, hæfnina til að setja sig í spor annarra, mikilvægi góðra fyrirmynda og einnig þess að virðing verði borin fyrir öllum, staðalmyndir, kynverund, kynjaskekkjur, uppeldi og mótun, klám og klámvæðingu og síðast en ekki síst áhrif kynlífsvæðingarinnar á kynin. Sköpuðust miklar, gefandi og skemmtilegar umræður meðal nemenda og starfsfólks skólans.