Kristín keppir á Norðulandamóti

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið einstaklega sigursæl síðustu ár.

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir tekur þátt í Norðulandamóti fatlaðra um helgina. Mótið er haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði og hefst á morgun. Samgöngur á landinu hafa verið ótryggar síðustu daga og Kristín og hennar fólk tóku þá ákvörðun að keyra suður í gær þar sem innanlandsflug er háð mikilli óvissu þessi dagana. Til dæmis missti Kristín af Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug um síðustu helgi þar sem flug til Ísafjarðar féll niður vegna veðurs. Kristín er vel stemmd fyrir mótið og hún er ein af 19 manna hópi sem keppir fyrir Íslands hönd.

smari@bb.is

DEILA