Hundahald valgrein í Grunnskólanum

Hundurinn Kári í góðum hóp nema við G.Í.

Í haust var nemendum í Grunnskólanum á Ísafirði boðið upp á nýja valgrein á miðstigi, sem nefnist ,,hundar sem gæludýr“. Markmið kennslunnar er að nemendur kynnist umhirðu hunda og mikilvægum þáttum í samskiptum þeirra við manninn. Auður Yngvadóttir kennir þessa valgrein, en hún hefur áralanga reynslu af hundum og hefur m.a. þjálfað björgunarhunda til starfa.

Í síðustu viku kom Auður með hundinn Kára með sér í kennslustund og vakti það mikla gleði hjá nemendum. Kári kunni einnig vel að meta heimsóknina, var hinn kátasti og fór að mestu eftir skólareglum.

 

DEILA