Frá því um aldamót hefur útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða staðið fyrir merkri bókaútgáfu þar sem fjallað er um sveitir og byggðir í hverri sýslu á sambandssvæðinu. Ábúendatöl á jörðum ná aftur til 1900 og myndir af húsakosti jarðanna og ábúendum á ýmsum tímum. Útgáfan hefur mælst vel fyrir og sala gengið vel enda hefur verið vandað til verka. Með stuðningi sveitarfélaga hefur Búnaðarsambandið komist skuldlaust frá útgáfunni. Eina svæðið sem er eftir í ritröðinni eru hinir fornu hreppar, Hólshreppur í Bolungarvík og Eyrarhreppur í Skutulsfirði. Stefnt er að útgáfu þeirrar bókar seint á næsta ári. Ritstjóri verður Björgvin Bjarnason.
Búnaðarsambandið hefur farið þess á leit við bæjarráð Ísafjarðarbæjar er útgáfan veðri styrkt um 750 þúsund krónur en gert er ráð fyrir að upplag bókarinnar veðri 700 eintök og útsöluverð 8.900 krónur. Í afgreiðslu bæjarráðs er lagt til að sambandið sæki formlega um styrk til menningarmála.
smari@bb.is