Hlýnar næstu daga

Hláka framundan.

Í dag er spáð hægri vestanátt á Vestfjörðum og hita í kringum frostmark og á morgun verður áframhaldandi vestanátt og hlýnar í veðri. Á fimmtudag er spáð hvassri suðvestanátt, um og yfir 20 m/s, á Vestfjörðum með súld eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir bjarta og kalda nótt með talsverðu frosti, einkum inn til landsins, lítur út fyrir að þykkni upp og fari að hlýna. Á morgun er spáð vestanátt og súld með köflum, en stöku éljum fyrir norðan og hita yfirleitt ofan frostmarks. Bætir síðan áfram í vind og vætu þegar líður að helgi og hlýnar enn.

smari@bb.is

DEILA