Mánudagur 21. apríl 2025

Halla Signý í ársleyfi

Auglýsing

Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar og nýkjörin þingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið ársleyfi frá störfum. Ósk um ársleyfi var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í gær. Ásamt því að samþykkja beiðnina þakkar bæjarráð Höllu Signýju fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni jafnframt til hamingju með kjör á Alþingi Íslendinga og velfarnaðar á þessum mikilvæga vettvangi.

Bæjarstjóra hefur verið falið að undirbúa drög að auglýsingu um starf fjármála- og skrifstofustjóra.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir