Hafísinn á Grænlandssundi hefur verið að læðast nær landi undanfarna daga, og var í gærkvöldi rúmar 23 sjómílur norðan við Horn. Gervitunglamyndir benda til þess að mjög mikið hafi myndast af nýjum ís undanfarið, og að nokkuð sé um borgarísjaka í samfloti með rekísnum, að því er segir í tilkynningu frá eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Íslands.
Segir þar að Veðurstofan spái áfram suðvestlægum áttum sem færa muni ísinn austar og nær landi.
„Samkvæmt Landhelgisgæslu Íslands, og skipum sem voru á svæðinu í gær, er erfitt að sjá ísinn í skiparatsjám og því getur hann verið mjög varasamur, að minnsta kosti fyrir minni báta.“
smari@bb.is