Gangurinn þokkalegur

Þokkalegur gangur var í greftri Dýrafjarðarganga í síðustu viku (viku 45). Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru grafnir 53,8 metrar og að auki unnið við gröft á útskoti sem verður notað sem sandgeymsla. Í lok vikunnar voru göngin orðin 453,9 metrar að lengd.

Unnið við uppsetningu á gámaverkstæði sem Suðurverk mun nota og einnig haldið áfram við að innrétta skrifstofur við munna og tengja vatn og frárennsli. Vírar strengdir frá sementssílóum og í steypt ankeri til að stífa sílóin af.

Vatnslaust var hluta dags þar sem óhreinindi komust í vatn sem notað er í göngum og í steypustöð.

smari@bb.is

DEILA