Fært norður í Árneshrepp

Í morgun byrjaði Vegagerðin að moka veginn norður í Árneshrepp. Vegurinn hefur veruð ófær síðan frá því í norðanhvellinum í síðustu viku. Á fréttavefnum Litlahjalla segir að um talsverðan mokstur er um að ræða og tvö snjóflóð féllu úr Kjörvogshlíðinni. Vegurinn er orðinn fær en verið er að moka útaf ruðningum. Flutningabíll frá Strandafrakt fór norður í dag til sækja ull á bæjum.

smari@bb.is

DEILA