Engar rækjuveiðar í vetur

Hafrannsóknastofnun leggur til við sjávarútvegsráðherra að rækjuveiðar verði bannaðar í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði í vetur. Samkvæmt stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar í haust mældust rækjustofnarnir undir skilgreindum varúðarmörkum. Vísitala veiðistofns rækju í Arnarfirði var í sögulegu lágmarki og vísitala veiðistofns rækju í Ísafjarðardjúpi hefur farið lækkandi frá árinu 2012. Lítið var af þorski í fjörðunum en magn ýsu var svipað og haustið 2016.

Mælingar Hafrannsóknastofnunar benda til að stofnarnir verði í lágmarki næstu árin. Veiðibann var í gildi í Ísafjarðardjúpi árin 2003-2010 og í Arnarfirði árin 2005 og 2006.

smari@bb.is

DEILA