Eiga kost á 46 milljónum króna

Menn frá Snerpu að plægja niður ljósleiðara á Hvilftarströnd í Önundarfirði.

Í gær voru opnaðar styrkbeiðnir frá sveitarfélögum vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2018. Það er Fjarskiptasjóður sem úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli utan markaðssvæða. Mat á umsóknum liggur fyrir og samtals eiga sveitarfélögin í landinu kost á 450 milljóna kr. styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara á næsta ári.

Í hlut Vestfjarða koma 46 milljónir króna. Verkefni Ísafjarðarbæjar á kost á hæsta styrknum, eða 18,7 milljónir króna.

smari@bb.is

DEILA