Brýnt að fá nýtt rannsóknarskip

Bjarni Sæmundsson RE við bryggju á Ísafirði.

Félag skipstjórnarmanna, áður Farmanna og fiskimannasamband Íslands, skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér innan ríkisstjórnarinnar fyrir smíði nýs rannsóknarskips. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson sem smíðaður var árið 1970 uppfylli ekki lengur þær kröfur sem gera verði til slíkra skipa. Þetta kemur fram í ályktun frá þingi félagsins sem haldið var í lok síðustu viku.

Í ályktuninni segir jafnframt að þing félagsins telji brýnna en nokkru sinni að stórauka veiðarfæra-, haf- og fiskirannsóknir. Aukin þekking á þessum sviðum sé grunnforsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum hafsins.

Í haust kom upp umfangsmikil bilun í skipinu og þurfti að leigja skip til að fara í rannsóknarleiðangur í hans stað.

smari@bb.is

DEILA