„Brottkast og svindl er ólíðandi“

Í þættinum í gær voru sýnd myndskeið af brottkasti um borð í Kleifabergi RE.

„Stjórn­in for­dæm­ir hvers­kon­ar sóun á verðmæt­um við meðhöndl­un okk­ar helstu nátt­úru­auðlind­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Sam­taka fisk­vinnslu og út­flytj­enda, SFÚ. Í gær var greint frá brottkasti um borð í íslenskum skipum á fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

„Brott­kast og svindl er ólíðandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og þar er skorað á næstu rík­is­stjórn að grípa strax til viðeig­andi ráðstaf­ana til að stöðva slíka sóun. Kerfið verði að tryggja að hags­mun­ir sam­fé­lags­ins séu tryggðir og að sóun verðmæta stöðvist og heyri sög­unni til.

„Eðli­legt hlýt­ur að telj­ast, að í sem flest­um til­fell­um eigi viðskipti sér stað í gegn­um þriðja aðila eins og þekkt er í viðskipt­um um fisk­markaði sem staðsett­ir eru í flest­um höfn­um lands­ins. Óeðli­leg­ir viðskipta­hætt­ir við meðhöndl­un auðlind­ar­inn­ar eiga að heyra sög­unni til.“

smari@bb.is

DEILA