Meistaraflokkar karla og kvenna í blaki taka á móti Hamri um helgina og má reikna með spennandi viðureignum. Kvennaliðin mætast á Torfnesi kl. 11:00 og engar líkur á öðru en að okkar konur leggi allt í leikinn. Hamarskonur eiga tvo leiki til góða en þær hafa unnið einn leik og tapað þremur. Vestrakonur hafa unnið þrjá leiki og tapað þremur. Það er alltaf styrkur að hafa hávaða á pöllunum og um að gera að mæta á Torfnes kl. 11:00 á laugardaginn.
Karlalið Vestra hefur ekki riðið feitum hesti frá sínum viðureignum á þessari leiktíð og sigurleikur væri vel þeginn. Vestri hefur spilað tvo leiki og tapað báðum og Hamar hefur sömuleiðis spilað tvo leiki en unnið báða. Vestramenn lögðu 1. deildinni í fyrra með glæsibrag og þurfa að finna aftur taktinn og gráupplagt að gera það á laugardaginn kl. 15:00 á Torfnesi og klapplið myndi örugglega hjálpa þeim í gírinn.
bryndis@bb.is