Þekktasti núlifandi tónlistarblaðamaður veraldar er án vafa David Fricke. Hann hefur setið í ritstjórn Rolling Stone tímaritsins um árabil og verið nær árlegur gestur á Iceland Airwaves og þar var hann einmitt um þarsíðustu helgi. Á vef Rolling Stone í dag birtir Fricke það sem helst heillaði hann á tónlistarhátíðinni og nefndi til sögunnar sjö nöfn. Eitt þeirra er vestfirski dúettinn Between Mountains en hann skipa þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir frá Dýrafirði. „Hafa ekkert gefið út – ennþá. Það mun örugglega breytast fljótlega,“ skrifar Fricke. Between Mountains sigraði Músíktilraunir í vor og Fricke bendir lesendum Rolling Stone á þýðingu verðlaunanna og til marks um af hvaða kaliberi Músiktilraunir eru minnist Fricke á að fyrir sjö árum unnu Of Monsters and Men keppnina.
Tónlist Between Mountains lýsir Fricke sem blöndu af sykursætri bjartsýni og ástsjúkum blús. „Dúettinn semur um það sem þær þekkja,“ skrifar Fricke.
smari@bb.is