BBC hefur birt myndband um árangur og verklag Íslendinga til að ná tökum á unglingadrykkju og góðum árangri er lýst. Í myndbandinu er herðing og eftirlit með útivistarreglum, samstarf við foreldra og aukin áhersla á afþreyingu fyrir börn talin meginástæða góðs árangurs.
Vísað er í tölur frá árinu 1998 þar sem fram kemur á hátt í helmingur unglinga hafi drukkið sig ofurölvi, nú er fjöldinn kominn í 5% fyrir sama aldurshóp, 15 – 16 ára. Ástandið fór úr því að vera eitt versta ríki í Evrópu hvað varðar óreglu unglinga en er komið í það besta.
Með fréttinni fylgir myndband BBC en það nýtur gríðarlegra vinsælda
bryndís@bb.is