Arctic fær starfsleyfi fyrir 4.000 tonna fiskeldi

Frá kvíum Arctic Sea Farm í Dýrafirði.

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að starfsleyfi Umhverfisstofnunar taki á mengunarþætti eldisins á grunni reglugerðar um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Starfsleyfið gerir ítarlegar kröfur um takmörkun á mengun og eftirlit og mælingar á starfstíma. Með starfsleyfinu er dregið úr þeim áhrifum sem mengun vegna eldisins veldur á botni fjarðarins með því að hvíla svæði milli kynslóða. Með þeim hætti nær botninn að jafna sig á milli eldislota. Gerðar eru mælingar til að meta ástandið.

Nálgast má ítarlegri upplýsingar um veitingu leyfisins á vef Umhverfisstofnunar.

smari@bb.is

DEILA