Allhvasst norðvestan til

Hlýr loft­massi hef­ur nú færst aft­ur yfir landið. Enn sem komið er hef­ur vind­ur ekki náð sér á strik og því sit­ur kalda loftið, sem réði ríkj­um í byrj­un vik­unn­ar, sums staðar enn eft­ir. Því mæl­ist frost nú í morg­uns­árið í upp­sveit­um á Suður­landi og sums staðar á Suðaust­ur­landi að því er seg­ir í hug­leiðing­um vakt­haf­andi Veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Sam­kvæmt spá mun þetta þó breyt­ast í dag, því allsstaðar mun verða næg­ur vind­ur til að blanda hlýja loft­mass­an­um við þann kalda.

Vind­átt­in í dag verður suðvest­læg, 8-18 m/​s, og mesti vind­hraðinn verður á Norðvest­ur­landi, en all­hvass vind­ur verður á þeim slóðum. Einnig get­ur orðið nokkuð byljótt í Eyjaf­irði við þess­ar aðstæður. Loftið yfir land­inu er þá ekki bara hlýtt, held­ur er það líka rakt og því má bú­ast við þung­búnu veðri með þokusúld eða rign­ing­ar­sudda. Hiti verður á bil­inu 3 til 10 stig, hlýj­ast aust­an­lands.

Í landátt­inni aust­an­lands verður þó þurrt að kalla. Sum­ir veg­ir eru vænt­an­lega enn hálir, en hlý­ind­in í dag þýða þó að hálku­lík­ur fara ört minnk­andi.

smari@bb.is

DEILA