Ágúst genginn í Vestra

Ágúst í leik með KFÍ.

Fram­herj­inn Ágúst Ang­an­týs­son er geng­inn í raðir Vestra á ný og mun leika með liðinu í 1. deild­inni í körfuknatt­leik í vet­ur. Ágúst er frá Þing­eyri og lék með KFÍ, forvera Vestra, tíma­bilið 2013-2014. Hann var um tíma hjá KR og varð bikar­meist­ari með Stjörn­unni árið 2015. Ágúst lék 25 leiki með Stjörn­unni á síðasta tíma­bili og skoraði tæp sex stig að meðaltali og tók að jafnaði tæp fjög­ur frá­köst í leik.

smari@bb.is

DEILA