Framherjinn Ágúst Angantýsson er genginn í raðir Vestra á ný og mun leika með liðinu í 1. deildinni í körfuknattleik í vetur. Ágúst er frá Þingeyri og lék með KFÍ, forvera Vestra, tímabilið 2013-2014. Hann var um tíma hjá KR og varð bikarmeistari með Stjörnunni árið 2015. Ágúst lék 25 leiki með Stjörnunni á síðasta tímabili og skoraði tæp sex stig að meðaltali og tók að jafnaði tæp fjögur fráköst í leik.
smari@bb.is