Veðurstofan spáir norðanátt í dag og fer að snjóa seinnipartinn. Frost 0-5 stig. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðaverðum Vestfjörðum er áfram í gildi. Síðustu tvo sólarhringana hafa þó nokkur snjóflóð fallið á svæðinu í N og NA hríðarveðri. Flóð hafa m.a. farið yfir vegi á Súðavíkurhlíð, Önundarfirði og Eyrarhlíð. Viðbúið að snjóflóðahættan aukist á ný í dag ef veðurspá gengur eftir. Á föstudag er spáð norðan éljaveðri. Snjór hefur safnast í lægðir og gil og hlémegin fjalla og má búast við óstöðugum vindflekum.
smari@bb.is