Aflaverðmætið lækkar um 11,7 prósent

Afla­verðmæti ís­lenskra skila í júlí var rúm­lega 8,3 millj­arðar króna sem er 11,7% minna en í júlí á síðasta ári sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar. Fiskafli var rúm 73 þúsund tonn sem er 3% meira en í júlí 2016.

Verðmæti botn­fiskafl­ans í júlí nam tæp­lega 5,1 millj­arði króna sem er 12% sam­drátt­ur sam­an­borið við júlí 2016. Verðmæti þorskafl­ans dróst sam­an um 5,5% og nam 3,1 millj­arði þrátt fyr­ir 22% aukn­ingu í afla­magni.

Afla­verðmæti upp­sjáv­ar­teg­unda nam rúm­lega 1,6 millj­arði sam­an­borið við 2,3 millj­arða í júlí í fyrra en verðmæti flat­fiska jókst um tæp 23% á milli ára og var tæp­lega 1,2 millj­arður króna í júlí. Verðmæti skel- og krabba­dýra jókst einnig og nam 405 millj­ón­um sam­an­borið við 358 millj­ón­ir í júlí í fyrra.

Á 12 mánaða tíma­bili, frá ág­úst 2016 til júlí 2017 nam afla­verðmæti ís­lenskra skipa 111,5 millj­örðum króna, sem er 18,8% sam­drátt­ur miðað við sama tíma­bil í fyrra.

DEILA