Íþróttagarparnir Gullrillur eru ekki bara afrekskonur í íþróttum, þær eru líka samfélagslega þenkjandi konur og hafa nú keypt 21 par af gönguskíðum fyrir 5 ára börn. 17 pör fara á Tanga, 5 ára deild leikskólabarna á Ísafirði og 4 pör fara á leikskólann Grænagarð á Flateyri. Fyrir skíðunum söfnuðu Gullrillur með sushi gerð og dugði afraksturinn fyrir 16 pörum en fyrirtæki á svæðinu hafa bætt við svo hægt væri að kaupa fleiri.
Skíðin voru afhent með pompi og pragt á sjúkrahústúninu í hádeginu í dag og voru krakkarnir alveg til í tuskið. Grunnurinn er lagður fyrir landsliðsfólk framtíðarinnar.
Hér má lesa um fjáröflun sportkvendana í apríl.