Verðmæti sjávarafurðar hefur margfaldast

Árang­ur Íslend­inga í auk­inni verðmæta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi er sér­stak­lega mik­ill í til­viki okk­ar verðmæt­ustu teg­und­ar, þorsks­ins. Árið 2016 var út­flutn­ings­verðmæti landaðs þorskafla Íslend­inga 3,15 banda­ríkja­dal­ir á hvert kg, eða 4,6 sinn­um meira fyr­ir kílóið en árið 1981.

Þannig skilaði afli síðasta árs 2,6 sinn­um meiri verðmæt­um en 1981, þó afl­inn 2016 hafi ein­ung­is verið 57% af afla árs­ins 1981.

Fram­an­greind­ar töl­ur komu fram í máli Önnu Krist­ín­ar Daní­els­dótt­ur, sviðsstjóra rann­sókna og ný­sköp­un­ar hjá Matís, í er­indi sem hún hélt ný­verið á ráðherra­fundi um bestu nýt­ingu haf­tengdra tæki­færa, sem efnt var til í tengsl­um við heimsþing um mál­efni sjáv­ar­fangs í Hörpu í sept­em­ber. Greint er frá er­ind­inu á vef Matís.

Árið 2016 öfluðu Íslendingar 1 milljón 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 579 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kg af sjávarafurðum fengum við 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin stefnumótandi ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna.

smari@bb.is

DEILA