Vestri tók á móti nýliðum Gnúpverja í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudag. Leikurinn var fjörugur og mikið skorað. Heimamenn rufu hundrað stiga múrinn og gestirnir voru ekki fjarri því en leiknum lauk með sigri Vestra 105 : 92.
Nemanja Knezevic og Nebojsa Knezevic voru atkvæðamestir leikmanna Vestra. Sá fyrrnefndi afrekaði svokallað tröllatvennuna, 21 stig og 22 fráköst auk 6 stoðsendinga og sá síðarnefndi með skoraði 35 stig og náði 8 fráköstum.
Vestri er í þriðja sæti í 1. deild Íslandsmótsins að loknum þremur umferðum, hefur sigrað tvo leiki og tapað einum.
Það er leikið hratt og örugglega í körfunni þessa dagana og í gær var komið að bikarleik gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði og var leikið á heimavelli Sindra. Vestri vann öruggan sigur, 68 : 108.
smari@bb.is