Íslenska U17 landslið kvenna lék sinn fyrsta leik á NEVZA mótinu í Ikast í dag. Þær töpuðu 4. hrinu 23-25 sem minnsti mögulegi munur. Úrslit leiksins voru því 1-3 fyrir sænska landsliðinu en vinna þarf þrjár hrinur til að vinna leikinn. Auður Líf var í byrjunarliðinu og stóð sig afar vel.
Strákarnir í U17 eru byrjaðir að spila við Finna og hafa þegar þetta er skrifað tapað fyrstu hrinu. Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér.
bryndis@bb.is