Menntskælingar á Ísafirði og nemendur við Háskólasetur Vestfjarða nýttu Ísafjarðarlognið sem veðurguðirnir blessa okkur með í dag og efndu til kappróðurs á pollinum. Kappróðurinn er orðinn að árvissri hefð og gefur róðrakeppnum virtustu menntastofnana hins vestræna heims lítið eftir. Leikar fóru þannig að lið Háskólaseturs Vestfjarða sigraði, í öðru sæti urðu Rauðhetturnar og í því þriðja kvennalið starfsfólks MÍ. Góð þátttaka var í keppninni og stjórn Nemendafélags Menntaskólans bauð upp á pylsur á bryggjunni að róðri loknum.
smari@bb.is