Rautt, grænt eða blátt?

Tölvuteikning af raðhúsinu sem á að byggja á Bíldudal.

Eins og áður hefur verið greint frá ætlar Íslenska kalkþörungafélagið ehf. á Bíldudal að reisa raðhús með átta smáíbúðum í þorpinu. Fyrirtækið hefur fengið úthlutað lóð við leikskólans á Tjarnarbraut. Það er eistneska byggingafyrirtækið Akso-Haus sem framleiðir húsið og annast mun uppsetningu þess á staðnum. „Hafa Bílddælingar skoðun á því hvaða litur þeim finnist að færi best á húsinu þegar þar að kemur, rauður, grænn, blár …?“ segir á Facebooksíðu kalkþörungafélagsins.

smari@bb.is

DEILA