Á RÚV hafa undanfarið hljómað þættir Arnhildar Hálfdánardóttur um lífið á Tálknafirði. Arnhildur spyr í kynningartexta um þættina hvort það þekki allir alla á Tálknafirði, hvort allir geti þrifist á svona stað og hvort einhver þori að kaupa óléttupróf á Tálknafirði. Þættirnir eru þrír, sá fyrsti fjallar um lífið á Tálknafirði, íbúum og tengslum þeirra við fjörðinn og upplifun þeirra af því að búa þar. Annar þáttur fjallar um atvinnulífið og sá þriðji um upplifun innflytjenda af því að búa á Tálknafirði.
Hér má nálgast hljóðskrá af fyrsta þætti.
Og hér af þætti tvö en um hann stendur á vef RUV „Fjöllin, fólkið, kyrrðin, pollurinn og erótískar skáldsögur. Þetta og fleira til laðar fólk til Tálknafjarðar. Atvinna er grundvallaratriði, slúðrið getur verið hvimleitt en samheldnin vegur upp á móti. Íbúum fækkar þrátt fyrir uppgang og húsnæði er af skornum skammti en Tálknfirðingar gefast ekki upp. Fjörðurinn rígheldur.
Þriðji þáttur er á dagskrá laugardaginn 14. október kl. 10:15
bryndis@bb.is