Frestur til að skila inn framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar eftir tæpar tvær vikur rann út á föstudaginn. Níu flokkar verða í framboði í Norðvesturkjördæmi. Þeir eru A-listi Bjartrar Framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Flokks fólksins, M-listi Miðflokks, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Þetta er einu framboði færra en í kosningunum í fyrra. Íslenska þjóðfylkingin og Dögun buðu fram í kosningunum 2016 en bjóða ekki fram í ár. Eitt nýtt framboð býður fram, en það er Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
smari@bb.is