Nú hefur nemendum í Grunnskólanum á Ísafirði fjölgað og um leið hefur nemendum fjölgað í Tónlistarskóla Ísafjarðar og nú er svo komið að fjölga þarf kennurum við skólann.
Á fundi Bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf Ingunnar Ó. Sturludóttur skólastjóra Tónlistarskólans þar sem hún bendir á að miðað við nemendafjölda þurfi að úthluta 12,9 stöðugildum til skólans en ekki 11,3 eins og áætlun fyrir 2017 hafði gert ráð fyrir. Í minnisblaði Margrétar Halldórsdóttur til Bæjarráðs kemur fram að þessi staða hafi ekki komið upp síðustu ár, enda hafi nemendum í grunnskólanum hingað til fækkað.
Nemendum í Tónlistarskólanum hefur fjölgað um tuttugu milli ára.
bryndis@bb.is