Fimmtudagur 17. apríl 2025

Mótmælir niðurskurði til Náttúrustofunnar

Auglýsing

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til Náttúrustofu Vestfjarða og telur eðlilegt að framlög hækki til eflingar starfseminni frekar en hitt. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar. Í fjárlagafrumvarpi sem var lagt fram áður en ríkisstjórnin féll er lagt til að skera niður fjárframlög til stofunnar um 10,1 milljón króna.

Í bókun sveitarstjórnar segir að niðurskurður til þessa málaflokks kemur beint niður á menntatörfum á svæðinu og er þar af leiðandi bein atlaga að menntastörfum á landsbyggðinni. Þar segir enn fremur: „Náttúrustofa Vestfjarða er mikilvægur þáttur í uppbyggingu þess iðnaðar og starfa sem unnið er að á sunnanverðum Vestfjörðum og er þar af leiðandi algerlega ólíðandi að vegið sé að stofnuninni með þessum hætti.“

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir