Kjördæmisráðs Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fundaði í gær á Hótel Bjarkalundi. Tillaga kjörnefndar um framboðslista í komandi þingkosningum var samþykkt Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður leiðir listann áfram, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður og forstöðumaður í Skagafirði er áfram í öðru sæti, en nýr í 3. sæti er Rúnar Gíslason, háskólanemi frá Borgarnesi. Hér má sjá listann í heild:
- Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri.
- Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi,Skagafirði
- Rúnar Gíslason, háskólanemi, Borgarnesi.
- Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur,Hólmaví
- Dagný Rósa Úlfarsdóttir, bóndi á Ytra-hóli og kennari, Skagabyggð.
- Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, Stykkishólmi
- Reynir Eyvindsson, verkfræðingur, Akranesi.
- Þröstur Þór Ólafsson, framhaldsskólakennari, Akranesi.
- Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði
- Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kennari, Reykholtsdal, Borgarbyggð.
- Bjarki Hjörleifsson, athafnamaður, Stykkishólmi
- Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Borgarnesi.
- Matthías Sævar Lýðsson, bóndi á Húsavík, Strandabyggð.
- Lárus Ástmar Hannesson, kennari og sveitarstjórnarfulltrúi, Stykkishólmi
- Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, Bolungarvík
- Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á Brúarlandi, Mýrum í Borgarbyggð.
smari@bb.is