Bolvíski markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason, sem leikur með Grindarvík, stóðst pressuna um helgina og jafnaði markametið í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með Tryggva Guðmundssyni, Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni og Guðmundi Torfasyni. Grindavík mætti Fjölni á Grindavíkurvelli og Andri Rúnar jafnaði markametið á glæsilegan hátt þegar hann skoraði sigurmarkið á 88. mínútu í 2:1 sigri Grindavíkur. Andri Rúnar skoraði 19 mörk í úrvaldsdeildinni í sumar. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu að hann stefnir á atvinnumennsku erlendis þegar samningur hans við Grindavík rennur út í þessum mánuði.
smari@bb.is