HS Orka fær nýja eig­end­ur

HS Orka rekur tvær jarðvarmavirkjanir en með Hvalárvirkjun bætist við vatnsaflsvirkjun,.

Kom­ist hef­ur á sam­komu­lag um kaup Inner­gex Renewable Energy á Alterra Power Corp. sem er stærsti hlut­haf­inn í HS Orku. Frá þessu er greint á mbl.is. Bæði Innergex Renewable Energy og Alterra Power Group eru kanadísk orkufyrirtæki og það síðarnefnda ræður yfir 66,6% hlut í HS Orku. Vesturverk ehf. á Ísafirði sem áformar að Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði er í meirihlutaeigu HS Orku.

Kaup­verðið nemur 1,1 millj­arði Banda­ríkja­dala, eða tæp­um 116 millj­örðum ís­lenskra króna og fela í sér 25% reiðufé og 75% hluta­fé í Inner­gex. Þau eru háð samþykki hlut­hafa Alterra.

DEILA