Hraðinn eykst í Dýrafjarðargöngum

Blásari kominn upp við munna ganganna.

Graftarhraðinn í Dýrafjarðargöngum eykst í hverri viku. Í síðustu viku náðist að grafa 66 metra og göngin orðin 177 metrar að lengd. Vikuna þar á undan voru grafnir 52,4 metrar Þegar gangamenn eru komnir þetta langt inn í fjallið er þörf á loftræstingu og er búið að setja upp blásara við gangamunnann. Byrjað er að safna efni góðu efni úr göngunum á haugsvæði þar sem ekki er þörf fyrir meira efni  í plön á vinnusvæði lengur. Lakara efnið fer í aðalatriðum beint í vegfyllingu.

DEILA