Fimmtudagur 17. apríl 2025

Hefja frumathugun fyrir þvergarð í Hnífsdal

Auglýsing

Í dag hefjast frumathuganir vegna ofnaflóðavarna í sunnanverðum Hnífsdal, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskaði eftir því við Ofanflóðasjóð í júní að hafin verið vinna við varnir í dalnum. Jarðfræðingur frá Verkís mun í dag hefjast handa við að greina jarðlög, stöðu grunnvatns og dýpi niður á fast á því svæði þar sem hugsanlegur þvergarður verður reistur. Grafnar verða 5-7 gryfjur ofan Bakkavegs og 3-5 ofan Hlégerðis og Dalbrautar. Gryfjurnar verða u.þ.b. 5 metra djúpar og verður gengið frá þeim nánast jafnóðum og gengið eins vel um svæðið og mögulegt er.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir