Hér á Vestfjörðum hefur haustið farið vel með okkur, blíðan með eindæmum dag eftir dag. Veðurspámenn segja að hér verði norðlæg eða breytinleg átt næsta sólarhringinn, 3-8 m/s, skýjað að mestu og jafnvel rigning á köflum, hiti 4-9 stig. Á morgun gæti eitthvað hvesst og létt til.
Hvað varðar aðra landshluta þá er von á fyrsta hreti ársins og það á Norðurlandi. Víðast verður um rigningu að ræða á láglendi en slydda eða snjókoma til fjalla. Búast má við hálku og krapa á heiðum austan Blöndóss.
bryndis@bb.is