Flokkarnir hafa níu daga

.

Framboðsfrestur vegna þingkosninganna 28. október rennur út á hádegi á föstudaginn 13. október. Flokkarnir eru í óða önn að raða á lista og í Norðvesturkjördæmi hafa Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Samfylking fullmannað sína lista. Flokkur fólksins hefur valið oddvita og prófkjöri Pírata um efstu fimm sætin lauk einnig um helgina. Framsóknarflokkurinn heldur kjördæmisþing um helgina þar sem framboðslisti verður samþykktur. Engar fregnir hafa borist af líklegum kandidötum á lista Miðflokksins en það ætti væntanlega að skýrast á allra næstu dögum.

smari@bb.is

DEILA