Ég fagna því að allt ísland fari að virka saman sem ein heild.
Ég fagna því að geta notið fullkominnar læknisþjónustu nær heimabyggð, sem stórlækkar kostnað fólks.
Ég fagna bættri geðheilsugæslu um allt land.
Ég fagna því að vörður verði staðinn um sjávarútveg og landbúnað.
Ég fagna því að starfsöryggi sauðfjárbænda verði tryggt.
Ég fagna því að tryggingagjald, sem kemur verst niður á minni fyrirtækjum, verði lækkað.
Ég fagna því að landið verði allt ljósleiðaravætt.
Ég fagna áherslu á nýsköpun á öllum sviðum og um allt land.
Ég fagna því að skattar verði ekki hækkaðir.
Ég fagna lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á lánum ungs fólks.
Ég fagna aukinni áherslu á iðn- og tækninám á framhalds- og háskólastigi.
Ég fagna því að stuðningur við námsmenn verði lagaður að fyrirkomulagi á Norðurlöndunum.
Ég fagna því að lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi vaxtastigi í landinu og fari að vinna fyrir sér í útlöndum.
Ég fagna því að fjármálakerfi landsins fari að þjónusta almenning en ekki öfugt.
Ég fagna sveigjanleika í starfslokaaldri.
Ég fagna því að lágmarkslífeyrir verði látinn fylgja lágmarkslaunum og tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á.
Ég fagna Miðflokknum.
Daníel Þórarinsson