Fimmtudagur 17. apríl 2025

Dögun býður ekki fram

Auglýsing

Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði býður ekki fram lista á landsvísu í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Þar er þó ekki nánar greint frá því hvað býr að baki þessari ákvörðun.

„Þrátt fyrir þessa niðurstöðu mun Framkvæmdaráð Dögunar vera opið fyrir því að ræða um samstarf á grundvelli málefna Dögunar – við þá sem að öðru leyti geta átt málefnalega samleið,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt að félagsmenn í einstaka kjördæmum hafi þó frjálsar hendur um framboð undir listabókstaf flokksins, T. Boðið hefur verið fram undir merkjum flokksins frá árinu 2012 og hlaut Dögun 1,7% atkvæða í Alþingiskosningunum 2016 og var langt frá því að ná inn manni.

smari@bb.is

 

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir