Alþýðufylkingin hyggur á framboð í fjórum kjördæmum í alþingiskosningunum sem fram fara 28. október. Fyrir kjósendur í Norðvesturkjördæmi sem eru lengst til vinstri á hinu pólitíska litrófi verður það að teljast vonbrigði að flokkurinn býður ekki fram í kjördæminu. Í fréttatilkynningu kemur fram Alþýðufylkingin býður fram í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Það eru því Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi sem verða útundan hjá Alþýðufylkingunni í kosningunum í lok október.
„Eins og gefur að skilja er erfitt fyrir flokk, sem hefur ekki launaða starfsmenn, að koma saman framboðslistum þegar fyrirvarinn er jafn stuttur og nú,“ segir ennfremur og bætt við að framboðslistar flokksins verði birtir á næstu dögum.
smari@bb.is