Vilja 10 milljónir í hönnun skíðasvæðisins

Skíðasvæðið í Tungudal.

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðaræjar hefur óskað eftir því við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við bandaríska fyrirtækið SE Group um hönnun og endurskipulagningu á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Fyrirtækið ráðgerir að kostnaður við hönnunina nemi 100 þúsund bandarikjadölum, sem á gengi dagsins í dag eru 10,6 milljónir kr. Íslensk skíðasvæði eru fyrirtækinu ekki ókunnug, en SE Group hefur meðal annars unnið í Hlíðarfjalli á Akureyri.

Hugsunin bak við endurskipulagninug skíðasvæðisins er að horfa til næstu 20 ára hið minnsta, og framkæmdir myndu dreifast yfir langt tímabil.

DEILA