Fimmtudagur 17. apríl 2025

Vestfirskir buðu einir í Bjarnafjarðarbrú

Auglýsing

Í síðustu viku var opnað tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Bjarnarfjarðará á Strandavegi í Strandasýslu. Einungis eitt tilboð barst í verkið, frá Vestfirskum verktökum ehf. á Ísafirði. Tilboð Vestfirskra var 179 milljónir kr. en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á 146 milljónir kr. og tilboðið því 22 prósentum yfir kostnaðaráætlun.

Brúin verður 50 m löng og verklok samkvæmt útboði þann 1. júlí 2018.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir