Utankjörfundarkosning hafin

.

Kjördagur fyrir kosningar til Alþingis hefur verið ákveðinn hinn 28. október 2017 og mun utankjörfundarkosning hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni hefjast í dag, miðvikudaginn 20. september.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á eftirfarandi stöðum:

Innanlands: Hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum stað utan aðalskrifstofu, svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í umdæmi hans. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að finna á vefsíðu sýslumanna. Sýslumenn auglýsa hver á sínum stað hvar og hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.

Erlendis: Á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.

smari@bb.is

DEILA