Föstudagur 18. apríl 2025

Tombólustrákar

Auglýsing

Þeir Grétar Smári Samúelsson, Hákon Ari Heimisson og Tómas Elí Vilhelmsson söfnuðu saman gömlu dóti sem fjölskyldur þeirra voru hættar að nota og héldu á dögunum tombólu í Neista á  á Ísafirði. 

 Þeir söfnuðu 2.518 kr. sem þeir færðu Rauða krossinum á Ísafirði. Peningarnir sem söfnuðust fara í að styðja við munaðarlaus börn í Sómalíu.

 Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað saman öllum fjármunum sem berast frá tombólubörnum síðan 2012 og fyrir þá fjármuni hafa verið byggð heimili  eða fjölskylduhús fyrir fyrir munaðarlaus börn í bænum Hargeisa í Sómalíu. Í hverju húsi búa 18 börn á aldrinum 0 til 16 ára ásamt fullorðnum sem annast þau. Nú hafa fleiri komið að verkefninu og er fjórða húsið nú í byggingu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða hálfmánann á svæðinu. 

bryndis@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir