„Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Fall ríkistjórnarinnar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám og í yfirlýsingu frá Bændasamtökunum og Landssamtökum sauðfjárbænda segir að málið þoli enga bið. Að mati samtakanna er mikilvægt að Alþingi setji málefni sauðfjárbænda á dagskrá svo fljótt sem unnt er. Bændur munu leggja fram athugasemdir við tillögur fráfarandi landbúnaðarráðherra og ætlast til þess að Alþingi taki mið af þeim athugasemdum.
LS hafa boðað til aukafundar í dag þar sem tillögurnar verða ræddar en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sækir fundinn.
smari@bb.is