Laugardagur 12. apríl 2025

Ökumenn vari sig á búfé

Auglýsing

Enn berast lögreglunni á Vestfjörðum tilkynningar um að ekið hafi verið á búfé. Lögreglan segir ástæðu til að vara ökumenn við fé sem virðist vera að færa sig til byggða og m.a. þar sem vegir liggja.

Alls voru 8 ökumenn kærðir í síðustu viku fyrir að aka yfir hámarkshraðaí umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók var mældur á 124 km hraða. En það var í Dýrafirði, á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 90 km.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í vikunni. Meiðsli á vegfarendum urðu smávægileg og tjón á ökutækjum óverulegt.

Lögreglan vill minna ökumenn á að huga að ljósabúnaði bifreiða þeirra sem þeir aka.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir