„Þetta var stór stund í samgöngumálum Vestfirðinga. Hrafnseyrarheiði hefur verið múr milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Í gær hófst niðurbrot múrsins,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann var viðstaddur hátíðarsprengingu Dýrafjarðarganga í gær.
Pétur leggur áherslu á að þó svo að orrustan um Dýrafjarðargöng hafi unnist, þá eru aðrar orrustur óunnar. „Framundan er áframhaldandi slagur um vegagerð í Gufudalssveit og svo verður að tryggja að það verði farið í Dynjandsheiðina strax, án þess eru Dýrafjarðargöng til lítils,“ segir Pétur.
smari@bb.is