Það verður stór dagur í Arnarfirði á fimmtudaginn í næstu viku þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra hleypir af fyrstu gangasprengingunni í gangamunna Dýrafjarðarganga. Hátíðarsprengingin verður kl. 16:00 og að henni lokinni verður dagskrá og kaffiveitingar í skemmu verktakans þar sem samgönguráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og fulltrúi verktaka halda ávörp. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að þessi merki áfangi í samgöngusögu Vestfjarða er öllum opinn og bent á að gert er ráð fyrir að bílum verði lagt við þjóðveginn fyrir neðan munnasvæðið.